„Nýtum þetta sem gott hópefli og látum þetta aldrei sjást”

0

Hljómsveitin Hinemoa er búin að vera starfandi frá vorinu 2014 og hefur þróast umtalsvert á þessum fjórum árum með tilkomu nýrra meðlima og áherslum. Sveitin vinnur nú hörðum höndum að plötu með upptökustjóranum Stefáni Erni Magnússyni sem kemur vonandi út á næstu mánuðum. Á dögunum gaf Hinemoa frá sér nýtt lag sem ber heitið „A.T.3. (Parallel)“ og verður það á plötunni sem er vinnslu. Meðlimir sveitarinnar gerðu einnig myndband við lagið sem má hér að neðan.

,,Við ákváðum bara að reyna sjálf að búa til myndband, það versta sem gerist er að við nýtum þetta sem gott hópefli og látum þetta aldrei sjást. En við erum bara nokkuð ánægð með útkomuna. Myndbandið er í raun mjög einföld hugmynd og því ekki flókið í vinnslu en okkur fannst bara svo mikilvægt að senda frá okkur myndband við lagið og ákváðum því prófa þetta“ – Kristófer Nökkvi

Hinemoa skipa: Ásta Björg Bjögvinsdóttir, Kristófer Nökkvi Sigurðsson , Bergrós Halla Gunnarsdóttir og Sindri Magnússon en sveitin kemur fram á Iceland Airwaves í haust og verður staður og dagsetning auglýst þegar nær dregur.

„A.T.3. (Parallel)“ er einnig komið á Spotify.

Skrifaðu ummæli