NÝTT MYNDBAND SOFFÍU BJARGAR ER ÓÐUR TIL FYRSTU FRAMKOMU BÍTLANNA Í AMERÍKU

0

Soffía Björg

Tónlistarsíðan Consequence of Sound frumsýndi í gær glænýtt tónlistarmyndband Soffíu Bjargar við lagið „I Lie.“ Consequence of Sound er ein af fjórum áhrifamestu tónlistarsíðum heimsins í dag ásamt Billboard, Pitchfork og Rolling Stone.

Myndbandið við „I Lie“ var tekið upp fyrir nokkrum dögum og er nokkurskonar óður til fyrstu framkomu Bítlana í Ameríku í sjónvarpsþætti Ed Sullivan. Myndbandinu er leikstýrt af Melvin Krane & Associates.

Soffía Björg 2

Lagið „I Lie“ kemur út á heimsvísu á morgun föstudag. Þetta er fyrsta lagið sem Soffía Björg gefur út frá upptökuhrinu sem hún átti með tónlistarfólkinu Ingibjörgu Elsu Turchi, Kristofer Rodriquez Svönusyni, Pétri Þór Benediktssyni og breska upptökustjóranum Ben Hillier í Sundlauginni í febrúar og apríl á þessu ári. Ben Hillier hefur meðal annars stjórnað upptökum á plötum Blur, Elbow, Graham Coxon, Nadine Shah og Depeche Mode.

„I Lie“ hefur verið að fá góða dóma undanfarið hjá tónlistarpressunni eins og sjá má hér:

„This badass song is full of a whole lotta attitude, and you’ll dig it from the moment you press play.“ -Indie Shuffle

„Soffía Björg will release a debut album sometime soon, and if it contains songs as good as this then we might have a unique talent on our hands.“ -The Line of Best Fit

„If Soffia isn’t performing somewhere in a tent at Glastonbury next year then someone at the BBC isn’t doing their job and Michael Eavis will be gutted to have missed out …“ -Listen with Monger

http://soffiabjorg.com/

Comments are closed.