NÝTT MYNDBAND OG PLÖTUSAMNINGUR Í ENGLANDI

0

Hljómsveitin Shakes var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Tonight.“ Logi Marr og  Frank Raven skipa sveitina en fyrsta plata þeirra Red Motel kemur út á næstu vikum. Fyrir skömmu kom út sjö tommu vínyl plata sem samanstendur af tveimur lögum „Dreammaker“ og „Tonight”

Hér er á ferðinni rokk og ról en kapparnir segja að lögin fjalli um kynlíf, dóp og mannföll! Shakes gerðu nýlega samning við ensku plötuútgáfuna Shove it up your cult records og er því óhætt að segja að mikið er um að vera hjá sveitinni um þessar mundir!

18. Maí næst komandi fagnar Shakes útkomu plötunnar á Skúli Craft bar og byrja herlegheitin stundvíslega kl 17:00.

Hægt er að horfa á myndbandið hér

https://www.shakesband.co.uk

Skrifaðu ummæli