NÝTT MYNDBAND OG Á LEIÐ TIL ÍTALÍU AÐ TAKA UPP PLÖTU

0

Fyrir skömmu sendi hljómsveitin While My City Burns frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Standing Alone.“ Sveitin samanstendur af fimm drengjum sem koma víðsvegar að á landinu en sameinast í þungarokkinu! Árið 2016 landaði sveitin plötusamning við útgáfufyrirtækið wormhole death en drengirnir eru á leiðinni út til að taka upp plötu í hljóðveri útgáfunnar!

„Viđ fljúgum út í stúdíóiđ þeirra í Montale á Ítalíu og verđum þar í fjórar vikur.“ Gauti Hreinsson söngvari sveitarinnar.

Með í för verður kvikmyndagerðarmaðurinn Bragi Baldursson en hann gerði kvikmyndirnar Webcam og Snjór og Salome og myndbandið við lagið „Standing Alone”  svo sumt sé nefnt. Kappinn verður að sjálfsögðu með myndavélina að vopni en allt verður fest á filmu!

Hér er á ferðinni kraftmikið rokk og gaman verður að fylgjast með þessarri mögnuðu sveit í nánustu framtíð!

Skrifaðu ummæli