NÝTT MYNDBAND FRÁ JÓN ÓLAFS OG FUTUREGRAPHER

0

jonni 3

Jón Ólafsson og Futuregrapher (Árni Grétar) eru tónlistarmenn sem koma úr mjög ólíkum áttum. Allir þekkja Jón Ólafs úr Nýdönsk en Futuregrapher er þekktur innan raftónlistarsenunnar. Þessir tveir snillingar hafa verið að sjóða saman tónlist og óhætt er að segja að samstarfið hefur vakið mikla athygli enda mjög forvitnilegt verkefni þarna á ferð. Tónlist þeirra má flokka sem Sveim eða Ambient  og sér Jón Ólafs um píanóleik á meðan Árni sér um raftónana og notast hann við hinar ýmsu græjur.

jonni2

Kapparnir voru að senda frá sér nýtt myndband við lagið Myndir sem er af væntanlegri plötu þeirra sem nefnist Eitt og kemur hún út í Október næstkomandi. Myndbandið gerði Marteinn Thorsson en það er leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir og listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem fara með aðalhlutverkin í myndbandinu.

jonni

Jón og Futuregrapher eru einnig að safna fyrir útgáfu plötunnar á Karolina Fund. Endilega styrkið þetta flotta og stórskemmtilega verkefni. Þetta er plata sem á eftir að fara í sögubækurnar og á eftir að hljóma í eyrum fólks um ókomna tíð.

Albumm.is tók viðtal við kappana ekki fyrir svo löngu sem hægt er að nálgast hér : http://albumm.is/jon-olafsson-og-futuregrapher/

 

Comments are closed.