NÝTT LAG, PLATA Á LEIÐINNI OG SAMNINGUR Í HÖFN

0

Lagið „Riffermania” (KILL KILL KILL) með  Hljómsveitinni Singapore Sling  er nú fáanlegt á Spotify en það er að finna á breiðskífu sveitarinnar – Kill Kill Kill (Songs About Nothing) sem kom nýverið út. Myndband kom út við lagið í fyrra en nú er loksins hægt að hlýða á það á streymisveitum!

Í vikunni gerðu Singapore Sling og Alda Music tónlistarútgáfa með sér útgáfusamning sem bæði felur í sér útgáfu á nýju efni frá sveitinni og meðhöndlun eldra efnis frá þessari afkastamiklu sveit. Eins og áður sagði er breiðskífa væntanleg í febrúar sem verður fyrsti ávöxtur þess samstarfs.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið!

Aldamusic.is

Skrifaðu ummæli