NÝTT LAG OG VINNUR AÐ SINNI ÞRIÐJU SÓLÓPLÖTU

0

Hildur Vala hefur sent frá sér glænýtt lag og myndband en það ber heitið „Sem og allt annað” en hún vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu. Lagið er eftir hana sjálfa en textann gerði Hjalti Þorkelsson (Múgsefjun).  Upptökur fóru fram í Hljóðrita (Kiddi Hjálmur) og í Eyranu (Jón Ólafsson)

Um hljóðfæraleik sáu þeir Birgir Baldursson (trommur), Stefán Már Magnússon (gítar) og Andri Ólafsson (kontrabassi). Söngurinn er svo auðvitað Hildar Völu en um upptökustjórn og útsetningu lagsins sá Jón Ólafsson.  Bassi Ólafsson hljóðblandaði lagið en Brian Lacey hjá Magic Garden Mastering sá um hljómjöfnun en viðskiptavinir hans hafa m.a. verið Depeche Mode, Ani Di Franco og Lucinda Williams, svo fáein dæmi séu nefnd.   

Hildur Vala heldur tónleika ásamt þessari hljómsveit á Rósenberg þann 10. október næstkomandi.

Skrifaðu ummæli