Nýtt lag og myndband: Fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu

0

Hljómsveitin Hugar var að senda frá sér lagið „Saga” sem er fyrsta lagið af komandi plötu sveitarinnar. Ekki nóg með það heldur var einnig ð koma út myndband við lagið og er það vægast sagt glæsilegt! „Saga” rennur afar ljúflega niður enda einstaklega fagurt lag sem fær hárin til að rísa á hnakkanum!

Eins og fyrr hefur komið fram er myndbandið vægast sagt glæsilegt en Máni Sigfússon leikstýrði herlegheitunum og Sagafilm sá um framleiðsluna. Inga & Lilja Birgisdóttir sáu um hönnun umslagsins.

Hugar.is

Skrifaðu ummæli