NÝTT LAG OG MYNDBAND FRÁ SHADES OF REYKJAVÍK OG LEONCIE

0

shades

Eitt umtalaðasta tónlistarmyndband landsins er án efa nýjasta smáskífan frá Shades Of Reykjavík. Lagið er endurgerð af laginu Enginn Þríkantur Hér með Indversku Prinsessunni Leoncie. Þetta lag er algjör snilld og gaman að heyra ólíka heima hittast, hverjum hefði grunað að snillingarnir í SOR mundu gera lag með sjálfri Indversku prinsessunni.

shades 2

Í gærkvöld fór fram frumsýningarpartý á Loftinu og ætlaði allt um koll að keyra þegar myndbandið var sýnt og greinilegt að fólk er meira en hrifið að þessu!

Elli Grill fer á kostum eins og honum einum er lagið og að sjálfsögðu klikkar ekki Leoncie.

Myndbandið er unnið af Rúti Skæringi Sigurjónssyni og á hann mikið lof skilið. Glæsilegt myndband og frábært lag.

Síðsumarsmellur frá snillingunum í Shades Of Reykjavík!

 

Comments are closed.