Nýtt lag og myndband frá Jóapé og Króla – töff og stílhreint

0

Jóipé og Króli voru rétt í þessu að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Þráhyggja.” Eins og alþjóð veit slógu kapparnir í gegn með laginu B.O.B.A og risu þeir í kjölfarið hratt upp á stjörnuhimininn! Platan Afsakið hlé kemur út á miðvikudaginn 18. Apríl og bíða margir spenntir eftir henni!

„Þráhyggja” er virkilega þétt lag með grípandi laglínum og fantagóðum texta og er viðlagið einkar grípandi! Myndbandið er mjög töff og stílhreint en Anna Maggý sá um leikstjórnina! Starri Snær Valdimarsson & Þormóður Eiríksson útsettu lagið og er heildarútkoman tær snilld!

Skrifaðu ummæli