NÝTT LAG OG DUB OF DOOM Á VÍNYL

0

Hljómsveitin Hjálmar hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en þó er sitt lítið að gerast á bakvið tjöldin hjá sveitinni. Nú er loksins komin út vínyl útgáfa af plötunni „Dub Of Doom“ sem sveitin gerði með Jimi Tenor og gaf út árið 2013. Hún er komin í allar betri plötuverslanir.

Ný ábreiða af laginu „Glugginn“ sem upprunalega var flutt af Flowers kemur út þann 7. desember, á degi íslenskrar tónlistar í tilefni þess að lagið fagnar Dropbox afmæli sínu en lagið hefur legið tilbúið í skýinu í 2 ár.

Vínyl útgáfur platnanna „Hljóðlega af stað“ og „Ferðasót“ hafa verið ófáanlegar í dágóðan tíma en nú er ný prentun komin á lager og komin í allar betri plötuverslanir.

Skrifaðu ummæli