NÝTT LAG, NÝTT MYNDBAND OG PLATA Á LEIÐINNI

0

Lagið „Show Me“ er fyrsta smáskífan af væntanlegri fyrstu breiðskífu Vök sem ber nafnið Figure og kemur út 28. apríl nk.

Platan var unnin með breska upptökustjóranum Brett Cox en hann var útnefndur til Music Producers Guild – Breakthrough Producer Of The Year og hefur unnið meðal annars með tónlistarmanninum Jack Garratt.

Vök gerði nýverið útgáfusamning við hið virta kanadíska útgáfufyrirtæki Nettwerk sem mun gefa plötuna út utan Íslands en Vök heldur áfram samstarfi sínu við Record Records hér á landi en hið síðarnefnda útgáfufyrirtækið hefur unnið með Vök allt frá árinu 2013.

„Show Me“ er stórgott lag og er hljómurinn hreint út sagt afbragð! Tónlistarmyndbandið var leikstýrt af Herði Frey Brynjarssyni og framleitt af Eyk Studio.

http://www.vok.is

Skrifaðu ummæli