Nýtt lag, myndband og plata á leiðinni: Royal Gíslason fer á fullt!

0

Tónlistarmaðurinn Royal Gíslason var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Leader.” Kappinn er alls ekki einsamall hér á ferð en Hemmi (BirdieOTB) sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Shades Of Reykjavík sér um allar útsetningar og takta!

Tuttugasta nóvember næstkomandi senda drengirnir frá sér þröngskífuna Leader og hlakkar okkur mikið til að skella henni á fóninn! Umrætt lag er mikill “banger” og myndbandið mikil snilld þannig það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play og njóta!

Skrifaðu ummæli