NÝTT LAG MEÐ SIGUR RÓS SPILAÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU Í SÓLARHRINGSFERÐ UM LANDIÐ

0

matti sigur2

Í gærkvöldi lagði útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon ásamt dagskrárgerðarmanni RUV í tuttugu og fjögurra tíma svaðilför um landið sem nefnist „Route One.“ Yfirskriftin er nýtt lag hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem nefnist Óveður en hægt verður að horfa á alltsaman í beinni útsendingu.

matti

Matthías Már Magnússon

Útsendingin er í anda hægvarps eða „Slow TV“ sem hefur vakið ansi mikla athygli að undanförnu en það var norska ríkissjónvarpið sem reið fyrst á vaðið.

Umrætt lag Sigur Rósar verður ekki leikið í réttri útgáfu (enda ekki enn komið út) heldur verður lagið spilað með aðstoð tónlistarforritsins Bronze. Þetta forrit tekur mismunandi parta úr laginu og býr til sitt eigið lag og úr verður einhverskonar mix sem fær að hljóma í heilann sólarhring.

route one

Albumm.is náði tali af Matta en hann var ný lagður af stað í þessa frábæru ævintýraferð.

Hvernig legst ferðin í þig?

Eg er strax orðinn bílveikur og er varla kominn í kambana, en þetta legst alveg ótrúlega vel í okkur og erum bara í massa stuði.

Verður eitthvað sofið á leiðinni?

Já, maður verður nú að leggja sig eitthvað og taka nokkur pissustopp en svo veit maður ekkert hvað gerist í svona ferðum hahaha.

Verður þú í útsendingu nánast allan tímann?

kanski ekki alveg allann tímann en alveg heilann helling. Við eigum eftir að hitta skemmtilegt fólk á leiðinni, lenda í einhverju rugli og svo veit maður ekkert hvar þetta endar alltsaman hahaha.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með ferðinni og á Ruv2 í sjónvarpinu. Einnig eru landsmenn hvattir til að taka þátt í útsendingunni með sköpunargleðina að leiðarljósi — #sigurrosrouteone .

https://www.facebook.com/sigurros

Comments are closed.