Nýtt lag frá Narthraal: hlaðið framúrskarandi spilamennsku og krafti!

0

Íslenska dauðarokksbandið Narthraal var að henda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Baptized in Blood.” Í fyrra sendi sveitin frá sér plötuna Screaming From The Grave sem fékk vægast sagt glimrandi viðtökur. Nýja lagið ætti ekki að svíkja neinn harðkjarna haus enda hlaðið framúrskarandi spilamennsku og krafti!

Lagið var tekið upp í Biggastudio  og Birgir Halldórsson úr Alchemia sá um mix og masteringu. Skaðvaldur (Urðun) hannaði “artworkið” og Hannar (Úlfúð) vann myndbandið!

Skrifaðu ummæli