NÝTT LAG FRÁ BIGGA HILMARS

0

180640_200177553331239_2712372_n

Biggi Hilmars er búinn að vera áberandi í íslensku tónlistarlífi um áraskeið en hann var meðal annars í hljómsveitinni Ampop svo fátt sé nefnt. Kappinn var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Grow“ en það er María Kjartans sem er honum til halds og traust í laginu.

Grow er tekið upp í Orgelsmiðjunni af Magnúsi Árna Öder, í Stúdíó Ógæfa af Hafsteini Sigurðssyni og er masterað af Mandy Parnell í Black Saloon Studios í London.

Það eru margir snillingar sem koma við sögu í þessu lagi og má þar nefna:

Söngur, Gítar – Biggi Hilmars
Söngur, María Kjartansdóttir
Píanó, Hljómborð – Sigtryggur Ari Jóhannsson
Bassi – Haraldur Þorsteinsson
Trommur – Hallgrímur Jón Hallgrímsson
Brass – Kristjón Daðason

Written, arranged & produced by Biggi Hilmars.
Mixed & co-produced by Arnar Guðjónsson at Aeronaut Studios, Reykjavik.
Words by Biggi Hilmars & María Kjartansdóttir.

Comments are closed.