NÝTT LAG FRÁ BANG GANG

0

BG-15244-Xi-Sinsong-hq-1024x768


Fyrsta smáskífulagið Out Of Horizon af væntanlegri plötu  Bang Gang kemur út núna mánudaginn 2. Febrúar. Barði Jóhannsson  stýrir Bang Gang en það eru liðin sjö ár frá síðustu plötu sveitarinnar „Ghost From The Past.“ Þetta lag er eitt af þremur upbeat lögunum á plötunni hin lögin eru meira dark“ segir Barði. „Það eru margir góðir gestir á nýju plötunni og má þar helst nefna Jófríði Ákadóttur úr Samaris, Helen Marnie úr Ladytron, Bloodgroup, Bigga Veiru úr Gus Gus og Ann Karen úr Lady & Bird.

150092_banggang_728x90_1

Barði er búinn að vera mjög iðinn að undanförnu og má þar helst nefna Lady & Bird sem er skipuð af Barða og frönsku söngkonunni Karen Ann, Starwalker sem er ásamt Barða og Jean-Benoit Dunckel úr frönsku eðal sveitinni Air en einnig er Barði búinn að semja slatta af tónlist fyrir bíómyndir á við Would You Rather með Daniel Hunt og frönsku myndinni De Toutes Nos Forces.

Það verður hægt að hlusta á Out Of Horizon á mánudagskvöldið eftir kl. 21:00 hér á Albumm.

Comments are closed.