NÝTT ÍSLENSKT HJÓLABRETTAFYRIRTÆKI

0

make

Nýtt Íslenskt hjólabrettafyrirtæki hefur litið dagsins ljós og heitir það Make. Mennirnir á bakvið Make eru alls ekki af verri endanum en það eru Stephen Shannen. Björn Þór Björnsson, Ólafur Ingi Stefánsson og Grétar Amazen.

Bolir, límmiðar og smáhlutir eins og skrúfur eru á döfinni en það er Björn (Bobby Breiðholt) sem sér um grafíkina en innan hópsins ríkir mikið líðræði. Einnig hafa sést hjólabrettaplötur frá fyrirtækinu sem eru einkar glæsilegar.

make 2

Mikið stuð og sköpunargleði er innan herbúða hópsins og með komandi sólu skríða skeitarar úr hýði sínu og fara að sjást á götum borgarinnar aftur!

Fyrirtækið stefnir frekar á gæði en magn og er stefnan sett fyrst og fremst á að hafa gaman af þessu og gera eitthvað skemmtilegt.

Spennandi verður að fylgjast með Make á næstunni en hægt er að fylgjast nánar með því hér

 

Comments are closed.