NÝTT BAND OG LAG FRÁ MEÐLIMUM SÓLSTAFA OG FORTÍÐAR

0

katla 2

Katla er eitt stærsta eldfjall landsins, það gýs með reglulegu millibili, en stórt gos hefur ekki orðið í Kötlu síðan 1918. Katla er einnig tónlistarlegt samvinnuverk Einars Elds Thorbergs Guðmundssonar og Guðmundar Óla Pálmasonar.

Í dag 19. Janúar sendir sveitin frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Kaldidalur“ en sama dag fyrir nákvæmlega ári síðan flosnaði upp úr samstarfi Guðmundar Óla og hljómsveitarinnar Sólstafa en Guðmundur var í þeirri hljómsveit í tuttugu ár.

„Eftir það hafði ég ekki mikinn hug á að halda áfram að spila tónlist, en eftir því sem mánuðirnir liðu gat ég ekki hunsað þá staðreynd lengur að það að skapa tónlist er stór partur af lífi mínu og persónu.“ – Guðmundur Óli 

katla

Katla átti fyrst að vera þriggja manna band en Atli Jarl gat ekki verið með sökum anna  og er því tveggja manna band í dag.

„Við lítum samt enn á Jarlinn (Atli Jarl) sem þriðja meðlim verkefnisins, nokkurskonar heiðursmeðlim, enda er fyrsta lagið sem við gefum út (Kaldidalur, af væntanlegri sjö tommu plötu sem hefur fengið nafnið Ferðalok) tileinkað Jarlinum.“ – Guðmundur Óli.

Það er kominn tími á annað Kötlugos!

Hlustið á lagið „Kaldidalur“ hér:

Comments are closed.