NÝTIR LISTNÁMIÐ Í LONDON VIÐ TÓNLISTARSKÖPUN

0

Tónlistarmaðurinn Danimal, eða Daníel Jón, slær ekki slöku við í tónlistarsköpun sinni þrátt fyrir að stunda nám í hreyfimyndun (e. animation) í Lundúnum.

Danimal, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir frumleg og skemmtileg myndbönd, samtvinnaði nýlega hreyfimyndanámið við tónlistina í glænýju myndbandi við lagið „Rosemary.” Afraksturinn er dáleiðandi myndband í takt við fallegt og angurvært lag.

Daníel starfaði sem yfirbarþjónn á Slippbarnum í þrjú ár við góðan orðstír en hefur nú lagt hristarann á hilluna í bili. “Kokteilarnir fengu að víkja tímabundið fyrir listsköpun” segir Daníel, sem gleður nú landann með tónlistinni í stað ljúffengra kokteila.

Bandcamp

Spotify

Itunes

Instagram

Skrifaðu ummæli