Nýríki Nonni er meinhæðið apparat sem hikar ekki við að senda þeim tóninn

0

Þann 23 febrúar 2018 kemur út nýtt lag með Nýríka Nonna. Lagið sem heitir „Skipstjóra svítan lalala“ er hávær gleði-popp-rokk-punkslagari að hætti hússins. Í fyrra komu út við góðan orðstýr „Svíkja undan skatti“ og „Óbóta“. Nýríki Nonni er kraftmikið íslenskt rokktríó sem flytur frumsamið efni. Tónlistin er einfalt, hávært og kröftugt rokk, lögin einföld og grípandi.

Nýríki Nonni er meinhæðið apparat sem hikar ekki við að senda þeim tóninn, er beita óréttlæti, ósanngirni eða níðist á minni máttar. Textarnir við lögin „Óbóta”, „Svíkja undan skatti”, „Til þingmannsins” og „Fúlar” fýsnir eru talandi dæmi þess. Meðlimir Nýríka Nonna eru eldri en elstu menn vilja muna. Logi Már Einarsson (ekki Samfylkingarformaður) spilar á bassa og syngur, Óskar Torfi Þorvaldsson á trommur og Guðlaugur Hjaltason spilar á gítar og syngur.

Skrifaðu ummæli