NÝR ÍSLENSKUR TÖLVULEIKUR SLÆR Í GEGN

0
davíð magnússon Ljósmynd Spessi

Davíð Magnússon. Ljósmynd/Spessi.

Tónlistar og hljóðmaðurinn Davíð Magnússon hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en kappinn gerði garðinn frægann með goðsagnakenndu hljómsveitinni Bubbleflies. Davíð kom einnig að sjónvarpsþáttunum Andri Á Flandri, er einn fremsti gítarleikari landsins og er einn af frumkvöðlum danstónlistar á Íslandi svo fátt sé nefnt. Davíð er nú búsettur í Berlín en þar hefur hann unnið að tölvuleik sem ber heitið ReRunners en hann leit dagsins ljós fyrir fáeinum dögum.

klang games crew

Klang Games Crew

Klang Games standa að ReRunners en hann hefur verið í stöðugri vinnslu í um þrjú ár og sér Davíð alfarið um alla tónlistina og sumstaðar má heyra óútgefið efni frá Bubbleflies! Klang Games er samansafn af miklum snillingum en ásamt Davíð eru það Oddur Snær Magnússon, Ívar Emilsson, Mundi Vondi, Heimir Héðinsson, Clément Pordoy, Ragnar Fjalar Lárusson, Magnús Björn Ólafsson, Jonathan Baker, Dóra Hrund Gísladóttir, Rainer Bernhardt og Rachel Little.

rerunners

Steini hjá Albumm.is náði tali af Davíð og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum.

Steini: Blessaður, hvað segja menn og til hamingju með leikinn.

Davíð: Blessaður og takk fyrir það, ég er ferskur og hress var bara að klára að skokka. Geggjað veður hérna og svo er ég með æðislegann garð fyrir utan húsið mitt sem ég skokka reglulega í.

davíð magnússon 2

Steini: Nú var að koma út tölvuleikurinn ReRunners hvernig kom til að þú fórst að vinna við hann?

Davíð: Oddur bróðir minn bjallaði í mig og spurði hvort ég gæti kíkt yfir og aðstoðað þá með smá hljóðvinnslu. Ætlaði bara að vera í um þrjár vikur en svo ílengdist það og hér er ég enn. Þegar ég kom út þá fann ég strax hvað þetta var skemmtilegt verkefni og allir sem tóku þátt í þessu voru í svo miklu stuði og ég heillaðist algjörlega af því. Þegar ég kom út var leikurinn búinn að vera í vinnslu í um átta mánuði, fullt búið að gerast en líka alveg hellingur eftir!

Steini: Hver er hugmyndin að leiknum og er ekkert mál að gera tónlist í tölvuleik?

Davíð: ReRunners er virkilega out there ef maður fær að sletta aðeins og það er mjög auðvelt að detta inn í hann enda virkilega frábær leikur. Mundi sér um allt útlit og persónur og það er algjört listaverk útaf fyrir sig. Afi Munda fjármagnaði allan pakkann en án hanns væri þetta sko ekki hægt. Þegar ég var að vinna tónlistina hugsaði ég það eins og ég væri að gera tónlist fyrir mjög súra teiknimynd. Einnig átti ég einhverja grunna sem ég notaði og fiktaði í og sumstaðar má heyra óútgefið efni frá Bubbleflies. En það má segja að ég sé kominn aftur á heimaslóðir hvað varðar tónlistarsköpun, mikið af elektrónískri tónlist.

Ljósmynd/Spessi

Steini: Er leikurinn ætlaður fyrir einhvern sérstakan aldurshóp?

Davíð: Þetta er ætlað fyrir svona níu ára og upp úr en ég mundi segja að þetta er fyrir alla! Undanfarna daga hafa byrst mikið af greinum á erlendum vefmiðlum og hafa viðtökurnar farið fram úr okkar björtustu vonum. Við höfum lagt blóð, svita og tár í þetta þannig það er frábært að þessu sé svona vel tekið.

Steini: Eitthvað að lokum.

Davíð: Það ættu allir að sækja leikinn en hann er bæði fáanlegur fyrir Apple og Android og hann er frír, alls ekki slæmt það!

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr ReRunners.

http://rerunners.com/

https://twitter.com/ReRunnersGame

https://www.instagram.com/klanggames/

http://klanggames.tumblr.com/

Comments are closed.