NÝLEGA KOMNIR UNDAN SKUGGANUM

0

Hljómsveitin CXVIII er tiltölulega ný af nálinni en grunnurin að henni var settur árið 2015 þegar tveir meðlimir sveitarinnar voru með tilraunastarfsemi fyrir nýjar hugmyndir. Sveitin spilar aðalega metal, allt frá Doom yfir í black en er óhrædd við að blanda inn umdeildum tegundum tónlistar.

Sveitin tekur þátt í tónlistarkeppninni Wacken Metal Battle sem fram fer á morgun (laugardag) á skemmtistaðnum Húrra og eru verðlaunin sko alls ekki af verri endanum! Albumm.is náði tali af sveitinni og svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum!


Hvenær er hljómsveitin CXVIII stofnuð og hvernig kom það til?

Grunnurinn að CVXIII var settur árið 2015 þegar tveir okkar vorum með tilraunastarfssemi fyrir nýjar hugmyndir. Þetta byrjaði á tvenna vegu: Annar okkar vildi finna rosalega þungt, glænýtt hljóð. Eitthvað náttúrulegt og ekki í þróuninni af nútímalegum metal, en heldur ekki retro. Ætli það megi ekki kalla það post-metal. Á meðan var hinn að byrja að skrifa tónlist sem átti persónulegt gildi fyrir honum og hefði meiri dýpt heldur en fyrri verk hans. Fljótlega fórum við að hugsa út í að samtvinna þessar hugmyndir og byrjuðum að semja meira efni, og vinna innan ákveðins concept-ramma.

Hvernig tónlist spilið þið og hvaðan fáið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun?

Við erum undir áhrifum frá allskonar tónlist og atburðum. Augljóslega erum við allir mjög mikið inní metal, allt frá Doom yfir í Black, en við erum ekki hræddir við að blanda inn umdeildum tegundum tónlistar. Okkar aðal markmið í tónlistarheiminum er að gera út um okkar innri baráttur, ótta, þunglyndi, missi og þýða þessar tilfinningar í tónlistarverk sem passar við skapið. Reynsla okkar í öðrum böndum sem við höfum spilað í er sú að þemað (textar eða concept) er oft óraunhæft, leikrænt, eða bara shocking to shock. Með CVXIII langar okkur til þess að búa til og gefa eitthvað sem kemur frá hjartanu. Hvort sem það er tilfinning sem hvert og eitt okkar getur tengt við, eða frelsi til að deila skoðun sinni á einhverju persónulegu, þá eiga textarnir allir sína uppsprettu úr persónulegum sannleika.

Hvað varðar tónlistina sjálfa erum við undir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum og hljómsveitum. Það er hægt að kalla tónlistina okkar Post-Doom. Hún inniheldur þætti af meira nýlegum Post-metal, en það er líka hægt að heyra gamaldags Doom frá níunda áratugnum eða jafnvel lengra aftur í tímann, til daga Black Sabbath. Aftur, aðalatriðið er mikið, þungt, subsonískt hljóð. Ég fór einu sinni á tónleika með hljómsveit sem átti að vera þekkt fyrir sobsonískan þunga og ég var mjög spenntur að sjá þá, en þegar tónleikarnir voru búnir var ég vonsvikinn. Ég hugsaði: „Þetta er ekki nógu þungt… það hlýtur að vera hægt að láta þessa hátalara vinna meira, án þess að bæta við gervi undirtíðni.“

Þegar þú hlustar á albúmið, gætirðu haldið að sum þessara hljóða eru gervi, sem sagt; búin til í tölvu, en allt sem þú heyrir er náttúrulegt og aðeins er notast við trommur, raddir og gítara. Þannig á það að vera fyrir okkur. Úr kaos skapast líf og kaos er náttúruleg.  Eitthvað sem þú getur fundið fyrir og það kann að líða á eigin spýtur. Það er ekki hægt að búa til kaos stafrænt, á endanum myndast alltaf mynstur.

Svo til að svara spurningunni í einni setningu: Innblástur okkar og áhrif koma frá kaos, upprunanum (the progenitor).

Þið takið þátt í tónlistarkeppninni Wacken Metal Battle er ekki mikil spenna fyrir því og við hverju má fólk búast frá ykkur?

Auðvitað er það mjög spennandi að eiga tækifæri á að vinna og spila á Wacken! Keppnin virðist vera hörð! Þar sem við erum nýlega komnir undan skugganum er það jafnvel ennþá meira spennandi að sjá hvernig fólk mun bregðast við tónlist okkar og sýningu. Enginn vissi af okkur og það eru ekki margir sem vita hverjir við erum. Við myndum vilja halda því þannig. Ekki vegna umfjöllunar, þó að það myndi auka athygli á hljómsveitinni, heldur viljum við leggja áherslu á tónlistina, ekki okkur sem tónlistarmennina. Í grunninn erum við einstaklingar í tónlistinni okkar, og tónlistinni er sama hverjir spila hana og áheyrendum ættu að vera það líka. Of mörg bönd eru háð „elítunni“ sem virðist bara vilja hjálpa sjálfum sér. Við vonumst til að brjóta það upp með nafnleyndinni. Dæmið tónlist okkar og frammistöðu, sama hverjir við erum.

Við spiluðum á okkar fyrstu tónleikum með grímur, í von um að ná þessu, en það hafði frekar öfug áhrif. Umræðan féll meira um staðreyndina að við vorum með grímur, í staðinn fyrir hvort að tónlistin væri góð eða ekki. Við erum enn að ræða nálgun okkar á Wacken Metal Battle, en engu að síður stritum við til að gefa frábæra sýningu og spila okkar besta. Við mælum með eyrnatöppum og bleyjum. Það fer eftir færni hljóðmannsins, en við gætum hitt á brúnu nótuna.

Eitthvað að lokum?

Ekkert meira frá okkur, en takk fyrir að gefa okkur þetta tækifæri! Að vera nafnlausir þýðir einnig að við þurfum að vera hugmyndaríkir til að fá kynningu, svo að þetta er vel þegið.

Wacken Metal Battle hefst á morgun kl 19:00 og stendur til kl 00:30. Hægt er að nálgast miða á Tix.is og kostar litlar 2.900 kr inn.

 

Skrifaðu ummæli