NÝKOMINN FRÁ LA OG SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT LAG

0

5-ev_live

Tónlistarmaðurinn Einar Vilberg gefur í dag út lagiðOverflow“ af væntanlegri sóló plötu sem er væntanleg frá Einari í næsta mánuði. Einar Vilberg sér sjálfur um allan söng og hljóðfæraleik á plötunni ásamt því að taka sjálfur upp, hljóðblanda og mastera. Upptökur og eftirvinnsla fóru fram í stúdíóinu Hljóðverk fyrr á árinu.

ev_rec-gtr

Nóg hefur verið að gera hjá Einari undanfarið en hann gaf síðast út plötuna Echoes með hljómsveit sinni Noise í apríl á þessu ári við góðar undirtektir. Einar hóf í kjölfarið vinnu á sinni fyrstu sóló plötu. Í júlí fékk Einar svo skilaboð frá amerísku hljómsveitinni Stone Temple Pilots varðandi hugsanlega söngvarastöðu í hljómsveitinni. Einar var valinn úr hópi 40.000 umsækjenda, fór í september til Los Angeles og söng með Stone Temple Pilots í hljóðveri Foo Fighters. Einar komst í þriggja manna úrslit sem ber að teljast frábær árangur.

ev_rec_drums

Eftir heimkomuna frá L.A einbeitti Einar sér að því að pródúsera og taka upp aðra tónlistarmenn í hljóðveri sínu Hljóðverki ásamt því að vinna áfram að sóló plötu sinni sem nú fer að líta dagsins ljós. Lagið Overflow gefur hlustendum allavega góða sýn á hvernig platan mun hljóma.

Overflow er einnig komið í spilun á X-inu 977 og er væntanlegt á allar helstu streymisveitur. Einnig er hægt að kaupa lagið á heimasíðu Einars

http://www.einarvilberg.com

Comments are closed.