NÝ SMÁSKÍFA MEÐ BUSPIN JIEBER KEMUR ÚT 25. MARS

0

Buspin Jieber - We Came As We Left Cover

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Buspin Jieber býður okkur upp á afturhvarf til fortíðar með nýjustu smáskífu sinni „We Came As We Left“. Við hlýðum á saklausari tíma – tíma þegar tölvuleikir voru í átta bitum, strákar gengu um með brilljantín í hárinu og stelpur kepptust um stærstu axlarpúðana.

Sumir kalla tónlistina „retro-wave“ eða jafnvel retro-fútúrisma – en burtséð frá öllum skilgreiningum þá er fyrst og fremst um að ræða góða tónlist. Hljóðgervlar og taktfasta trommur ráða ríkjum, en listamaðurinn nær á lúnkinn hátt að færa hlustandann aftur til ársins 1985. Tónlistin er unnin af smekkvísi og fagkunnáttu – og um er að ræða grip sem raftónlistaráhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Buspin Jieber Profile

Buspin Jieber hefur verið lengi að, þó að fleiri kannist við hann undir dulnefninu Murya – en eftir hann liggur m.a. hinn stórgóða breiðskífa Crystalline Substances sem kom út hjá Möller útgáfunni 2011. Á síðasta ári kom út breiðskífan Triplicity undir sama listamannheiti og rann allur ágóði skífunnar til góðgerðarmála. Sú skífa náði að heilla rafhetjurnar Plaid, sem hafa unnið t.a.m. með Björk, og spiluðu lag af henni í Essential syrpu fyrir BBC Radio 1 undir lok síðasta árs.

Smáskífan kemur út á vegum Raftóna þann 25. mars næstkomandi og er hægt að for-panta hana nú þegar á Bandcamp síðu útgáfunnar.

 

 

 

Comments are closed.