NÝ PLÖTUÚTGÁFA Í HÖFN OG STRANGER LÍTUR DAGSINS LJÓS!

0

Guðni Einarsson og Daníel Þorsteinsson skipa hljómsveitina TRPTYCH en sveitin sendir í dag frá sér sína aðra EP plötu en hún ber heitið Stranger. Sveitin gerði nýlega samning við plötuútgáfuna Different is different music en það er staðsett bæði í Austurríki og Barcelona. Útgáfan er sko alls ekkert slor en hún gefur einnig út listamenn eins og Drumcomplex, Ken Ishii, Hertz, Adam Jay, Steve Lorenz svo fátt sé nefnt!

Þriðja EP plata TRPTYCH kemur út 11. September og óhætt er að segja að sveitin sé á miklu flugi þessa dagana! Stranger kemur einnig út á vefsíðunni Beatport en tveim viku seinna verður gripurinn fáanlegur á öllum helstu streymisveitum!

www.trptych.com

Skrifaðu ummæli