NÝ PLATA (ÝLFUR) EFTIR GÍSLA ÞÓR ÓLAFSSON

0

Ýlfur, umslag (1)


 

Út er komin platan Ýlfur. Platan er þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar, en hann hefur áður gefið út plöturnar Bláar raddir (lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, 2013) og Næturgárun (undir flytjandanafninu Gillon, 2012).

Höfundur gaf einnig út fimm ljóðabækur á árabilinu 2006-2010.

Platan, sem inniheldur 10 lög, er byggð á samnefndri kassettu sem höfundur gaf út í örfáum eintökum árið 1998.
Öll lög eru eftir Gísla Þór auk fimm texta. Fjögur ljóð eru eftir Geirlaug Magnússon, úr bók hans Þrítíð frá árinu 1985 og eitt ljóð er eftir Gyrði Elíasson úr bók hans Tvö tungl frá árinu 1989.
Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.
Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.
Gísli Þór er einnig bassaleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral.
Fleiri nátta blús (ljóð Geirlaugur Magnússon:

Comments are closed.