Ný plata með John Grant: Love Is Magic

0

Á morgun þann 12 október sendir íslandsvinurinn John Grant frá sér sína fjórðu sólóplötu, en þá eru nákvæmlega þrjú ár síðan sú síðasta kom út, sem var Grey Tickles, Black Pressure.

John sem áður var forspakki hljómsveitarinnar Czars sem fékk frábærar viðtökur með sinni fyrstu sólóplötu (Queen of Denmark) sem kom út árið 2010 og var meðal annars valin plata ársins hjá hinu virta tónlistartímariti Mojo.  Pale Green Ghost kom síðan í kjölfarið árið 2013 en hún var mikið til unnin hér á landi, enda hefur John langdvölum búið hér á landi frá því hann hann kom fyrst fram á Iceland Airwaves hátíðinni 2011.

Nýja platan heitir Love Is Magic og er unninn með upptökustjóranum Ben Edwards, sem einnig er í rafhljómsveitinni Wrangler.  Nokkur lög af plötunni eru komin í spilun, þar á meðal titillag plötunnar og He Got His Mother’s Hips. Platan verður fáanleg á geisladiski, tvöföldum vínyl og deluxe tvöföldum glærum vínyl. John Blæs til heljarinnar útgáfutónleika í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 26. Október!

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Johngrantmusic.com

Skrifaðu ummæli