NÝ PLATA FRÁ MOSI MUSIK KOMIN ÚT

0
MosiMusik_albumCover

Ljósmyndari: Jelena Schally

Fyrsta plata Mosi Musik kom út þann 25. apríl. 2015 og ber nafnið „I am you are me“. Um er að ræða 12 laga plötu sem spannar nokkrar tónlistastefnur. Hljómsveitin er þekkt fyrir fjölbreytileika í sinni músík og oft hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Mosi Musik en hún hefur verið kölluð allt frá „Epic power disco“ (Chris Sea fyrir Rvk Grapevine) yfir í „The future sound of pop music“ (Lewis Copeland) en hljómsveitin kallar sjálf tónlistina„Electro Power Pop Disco“ .
Það var tónlistamaðurinn Mosi sem setti hljómsveitina saman árið 2013 og sér hann einnig um upptökur og útsetningar fyrir hljómsveitina. Tónlistin er blanda af poppi, disco, electro, hip hop með dass af disco. Hljómsveitin hefur verið mjög virk síðan hún var stofnuð og spilað mikið á þeim stutta tíma sem hún hefur verið starfrækt. Helst ber þar að nefna Secret Solstice, Ein með öllu og fyrir stuttu frumflutti Mosi Musik plötuna lifandi á Rás 2. (http://www.ruv.is/frett/mosi-musik-i-am-you-are-me)
MosiMusik_byanitaeldjarn_08

Ljósmyndari: Aníta Eldjárn

Fyrsta útgáfa sem kom frá Mosi Musik var lagið „set it free“ og fékk það ágætis spilun í útvarpi og gerði hljómsveitin tónlistarmyndband við það lag í samstarf við framleiðslufyrirtækið Nágranna sem sá um framleiðslu á myndbandinu sem hefur vakið þónokkra athygli.

Nýtt myndband hefur verið tekið upp við titillag plötunnar „i am you are me“ með tveim af aðal sögupersónum úr síðasta myndbandi og kemur það út um miðjan Maí ásamt 5 laga EP plötu sem ber nafnið „I am you are REMIX“. Þar munu nokkrir þekktir tónlistamenn og plötusnúðar koma fram með sýna útgáfu af laginu en þeir sem verða með remix eru: Orang Volante, Hazar, Tommi White & Grétar G og svo Lewis Copeland.
Hljómsveitin er án plötusamnings og valdi að gefa plötuna út sjálf undir Mosom Records sem var stofnað til að sjá um þessa og fleiri útgáfur sem Mosi kemur að.
Hægt er að hlusta frítt á plötuna á heimasíðu hljómsveitarinnar www.mosimusik.com.
Plötuna er einnig hægt að finna á Spotify, iTunes, Google Play, Amazon, Rdio, Deezer, Tidal, YouTube Music Key, Beats Music, and Shazam.
MosiMusik_LR

Ljósmyndari: Aníta Eldjárn

Platan „I am you are me“ verður einnig fáanleg í geisladisk formati sem kemur út fyrir sumarið og fer í helstu plötubúðir landsins. Hljómsveitin mun svo halda útgáfutónleika snemma sumars þegar söngkona hljómsveitarinnar Tinna Katrín snýr aftur eftir stutt barnseignafrí. Það eru spennandi tímar framundan.

 

Comments are closed.