NÝ PLATA FRÁ MIKAEL LIND OG ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 16. APRÍL

0
Mikael_Profile_02

Mikael Lind

Intentions and Variations er komin út og er hún fyrsta útgáfa Mikaels Lind á þýska plötufyrirtækinu Morr Music. Lögin fimm á plötunni einkennast helst af einföldum laglínum sem stækka og umbreytast í eitthvað annað, eitthvað flóknara. Hljóðfærin eru takmörkuð, aðallega píanó, nokkrir synthar og einstaka sinnum lágfiðla. Með hjálp stafrænnar tækni er hljóðmyndinni breytt og hún útvíkkuð. Samspilið á milli róandi, fallegra tóna og ógnandi hávaða er fagurfræðileg grunnstoð nýlegustu tónsmíða Mikaels.

lp1

Mikael Lind er sænskt tónskáld með búsetur í Reykjavík. Hann flutti til Íslands 2006 og hefur síðan gefið út þrjár plötur í fullri lengd. Fyrir þremur árum gaf Mikael út plötuna Unsettled Beings á plötufyrirtækinu Time Released Sound í San Francisco, en fór í kjölfarið til Edinborgar þar sem hann hlaut mastersgráðu í stafrænni tónlist frá Edinborgarháskóla. Mikael flutti heim í fyrra og spilaði á Iceland Airwaves, en fyrir utan það er hann búinn að halda sér frá tónlistarsenunni í smá tíma til að þróa sitt „sánd.“

Þann 16. apríl mun Mikael halda útgáfutónleika í Mengi, og verða þeir í tilraunakenndari kantinum þar sem Mikael er ekki enn búinn að negla niður nákvæmlega hvernig hann ætlar að flytja efnið á plötunni live. 23. apríl verða svo tónleikar í Gym & Tonik á Kex Hostel ásamt Kiru Kiru og leynigestum.

Comments are closed.