NÝ PLATA FRÁ EXOS OG ENDURÚTGÁFA FRÁ THOR / THULE RECORDS Á BLÚSSANDI SIGLINGU

0

thule

Íslenska plötuútgáfan Thule Records er heldur betur komin á góða siglingu en tvær nýjar plötur eru á leiðinni frá útgáfunni. Ný plata frá tónlistarmanninum Exos sem nefnist Downgarden og endurútgáfa af plötunni T1/T2 með tónlistarmanninum Thor en hún kom fyrst út árið 1998 og er löngu orðin að klassík.

Thor (Þórhallur Skúlason)

Þetta mun vera fyrsta plata Exos í um tíu ár og ríkir mikil eftirvænting eftir gripnum. Thor (Þórhallur Skúlason) er stofnandi Thule Records en útgáfan var stofnuð seinni hluta níunda áratugarinns og var hún starfandi eitthvað fram yfir aldarmótin.

Exos ljósmynd Medvedev Vladimir

Að undanförnu hafa kapparnir verið að spila víðsvegar um heiminn með Technodívunni Ninu Kraviz undir merkjum TRIP.

Heilmikið er að gerast innan herbúða Thule Records og má búast við fleiri útgáfum á næstunni og má þar t.d. nefna Ozy og Sanasol svo fátt sé nefnt.

Downgarden með Exos kemur út 25. Apríl en hægt er að forpanta gripinn á Juno.

Comments are closed.