NÚLLIÐ VERÐUR AÐ PÖNKSAFNI ÍSLANDS

0

PÖNKS

Gömlu klósettin í Bankastræti eða „Núllið“ eins og það heitir hafa staðið auð um árabil en nú verður breyting á því! Guðfinnur Karlsson oft kenndur við hljómsveitina Dr. Spock, Dr Gunni, Axel Hallkell Jóhannesson og Þórdís Claessen hafa tekið höndum saman og ætla að opna þar Pönksafn Íslands.

Klósettin frægu voru opnuð árið 1930 en hafa ekki verið í notkun síðan frá árinu 2006. Safnið mun fara yfir sögu pönksins á Íslandi en einnig verður þetta svokölluð tíðarandasýning. Nú fer fram mikil leit að allskyns munum og miðla þeir til almennings um aðstoð.

Stefnt er að því að opna safnið í nóvember eða í sömu viku og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram.

Comments are closed.