Nú er komið að fyrsta Heiladans ársins

0

Heiladans hefur verið fastur liður hjá Möller Records í gegnum tíðina frá því að útgáfan hóf göngu sína árið 2011 og nú er komið að fyrsta Heiladans ársins, en hann fer fram á fimmtudagskvöldið 29. Mars á Húrra.  Fram koma: Bistro Boy, Futuregrapher, Chamileo, Andartak og Subminimal.

Bistro Boy.

21:00: Bistro Boy

Bistro Boy er hliðarsjálf Frosta Jónssonar en hann hefur verið að gutla í raftónlist í allmörg ár og gefið út nokkrar plötur.

Futuregrapher.

21:30 Futuregrapher

Árni Grétar Jóhannsson er Futuregrapher en hann er jafnframt einn af stofnendum Möller Records. Það eru fáir jafn iðnir við að gefa út og flytja tónlist og Árni Grétar og er þekktur fyrir að koma sífellt á óvart í flutningi á tónlistinni sinni.

Chamileo.

22:00 Chamileo

Chamileo er listamannsnafn Luis Diogo en hann gaf nýverið út plötuna Introspection hjá Möller Records.  Tónlist Chamileo má lýsa sem lowtempo techno music en plötuna vann hann samhliða námi við SAE Institute í Hollandi.

Andartak.

22:30 Andartak

Andartak er Arnór Kári Egilsson en hann býr til sýrukennt tekknó og hefur getið sér gott orð fyrir lifandi flutning. Hann gaf út plötuna Electrolysis í byrjun mars á árinu en platan er tekin upp live.

Subminimal.

22:30 Andartak

Andartak er Arnór Kári Egilsson en hann býr til sýrukennt tekknó og hefur getið sér gott orð fyrir lifandi flutning. Hann gaf út plötuna Electrolysis í byrjun mars á árinu en platan er tekin upp live.

Skrifaðu ummæli