NOVEMBER PEARLS FRÁ SEATTLE GEFA ÚT SITT FYRSTA LAG Á ÍSLANDI

0

NovemberPearls-ProfilePic

Hljómsveitin November Pearls er jazz/folk dúett frá Seattle, sem inniheldur tvo bandaríska lagahöfunda, Shelita Burke og Tom Ball. Þau
ætla að gefa út lagið sitt „Ideas“ 11.mars á Íslandi og hefja með því tónleikaferð um heiminn. Stúdíó Hljómur er bakhjarl tónleikaferðarinnar á Íslandi. Jazz og folk stefnurnar eru undir venjulegum kringumstæðum aðskildar tónlistarstefnur, en November Pearls sjá hlutina öðruvísi. Eftir að hafa hlustað á lagið þeirra „Ideas“ er auðvelt að skilja afhverju.

Frá November Pearls: „Við erum mjög spennt að hefja túrinn á Íslandi. Við höfum alltaf viljað heimsækja Ísland og við erum mjög glöð að geta deilt tónlistinni okkar með landsmönnum.“

„Ideas“ verður aðgengilegt í iTunes, Spotify og fleiri miðlum í mars.

Facebook linkur á Eventið þeirra.

Tónleikar November Pearls verða á eftirfarandi stöðum:

10. mars á Loft Hostel

11. mars á Frederiksen Ale House ásamt Postulín

12. mars á Gaukurinn ásamt Milkhouse & Lily Of The Valley – Icelandic Band

13. mars á Dillon ásamt Hinemoa

14. mars á Frederiksen Ale House ásamt Shady

Comments are closed.