Norsk hljómsveit tekur upp glæsilegt myndband á Íslandi

0

Út var að koma glæsilegt myndband við lagið „Fight Song” með Norsku hljómsveitinni Shining. Myndbandið er tekið upp á Íslandi og er það einkar glæsilegt en það er hinn íslenski Gaui H sem á heiðurinn af því.  

„Það var í byrjun september sem að Jörgen, söngvari Shining hringdi í mig þegar að ég var í steggjapartýi með félugunum… Hélt fyrst að þetta væri einhver furðufugl að reyna að selja mér eitthvað þannig að ég tók þessu með góðum fyrirvara. Svo þegar að e-meilið kom þá sá ég að þetta væri í alvörunni pæling og að þeim langaði að koma til Íslands og fá mig til að gera myndband fyrir sig.” – Gaui H.

Skipulagið fór á fullt enda í mörg horn að líta. Farið var í að redda fólki, hest og mótorhjóli svo sumt sé nefnt, allar hendur úti! Tökurnar stóðu yfir í fimm daga en þeim lauk 13 september.  Gaui H sá um allt skipulag, leikstjórn, Handrit, tökur og klippivinnu en hann hafði mjög gott fólk á bakvið sig eins og Lilju, unnustu sína, Auði Haralds sem sá um hár og Diljá Líf sem sá um förðun.

Þetta er fyrsta myndbandið sem Gaui H geri þar sem áhættuleikarar koma við sögu. Lilja Hermanns sá um að hjólasenurnar og Þorvaldur sat hestinn! Það voru svo Jörgen sjálfur og Sólrún Anna sem sáu um hin hlutverkin.

Skrifaðu ummæli