NORDIC PLAYLIST STREYMIR TÓNLEIKUM JOSÉ GONZÁLES FRÁ SOUTHBANK CENTER Í LONDON

0

jose-3

Nordic Playlist streymir tónleikum José Gonsález frá Southbank Centre Í London í kvöld þriðjudagskvöldið 24. janúar kl. 19.30 í tengslum við Nordic Matters

Uppselt er á tónleikana í kvöld og er Þetta því kærkomið tækifæri fyrir aðdánedur tónlistarmannsins að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu

jose-2

Tónleikarnir í Southbank Centre eru hluti af tónleikaferð José González og The String Theory eru á um Evrópu. José González á að baki langan feril sem tónlistarmaður hefur hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves hátíðinni þrisvar sinnum, síðast árið 2010 með hljómsveitinni Junip.

José González sendi frá sér þriðju sóló plötu sína “Vestiges & Claws” árið 2015, en áður hafði hann gert “In Our Nature” (2007) og Veneer (2003).

jose-4

The String Theory er skipuð tónlistarmönnum frá Berlín og Gautaborg og hefur verkefni José González vakið verðskuldaða athygli um alla Evrópu.

Hægt er að fylgjast með streyminu NordicPlaylist.com og YouTube Channel.

Tónleikarnir eru liður í Nordic Matters, Norrænni menningarhátíð á Southbank Centre og streymið er stutt af Sænska sendiráðinu í London

Skrifaðu ummæli