Nordic Music Video Awards

0

9d4ef59e-fcf8-463b-94cc-2480a579d2b4

Á þessu ári byrjaði ný hátíð sem ber að fagna, hátíð tónlistarmyndbanda fyrir Norðurlöndin eða Nordic Music Video Awards (NMVA). Í ár var hátíðin haldin í Sentrum Scene í Osló, þann 31.maí – sýning þar sem ýmis listamenn leiddu saman hesta sína, s.s. dansarar, tónlistarmenn og plötusnúðar. Þessu frumkvæði hefur verið tekið vel af tónlistar- og kvikmyndabransanum á Norðurlöndunum, og fengum við innsend yfir 500 myndbönd til yfirferðar. Við erum þegar byrjuð að skipuleggja næsta ár. 


 

Hér er lítil klippa af verðlaunahátíðinni árið 2014;

Í dag opnum við fyrir skráningu á tónlistarmyndböndum fyrir næsta ár, og verður hægt að skrá tónlistarmyndbönd til þátttöku til 15.janúar 2015. Myndböndin þurfa að vera gerð á árinu 2014. Miðað við fjölda innsendra tónlistarmyndbanda fyrsta árið, höfum við valið að nota Film Freeway innsendingarkerfið í ár. Þau tónlistarmyndbönd sem ákveða að taka þátt, verða yfirfarinn af vel vandaðri dómnefnd og 40 tilnefningar í samtals 8 flokkum verða valin til að taka þátt í lokakvöldinu og eiga möguleika á verðlaunum.

Sem merki um nýtt ár og nýja möguleika, kynnum við nýja og þróaðri hönnun á vörumerki okkar fyrir hátíðina 2015.

Þetta er okkar annað ár með NMVA og höfum við þroskast mikið síðan við byrjuðum, sem fólk, skipuleggjendur og fyrirtæki. Við höfum hitt aragrúa af nýju fólki, eignast nýja vini, samstarfsaðila og kynnst nýjum aðilum á sviði tónlistar-og kvikmyndar á Norðrulöndunum. Enn fremur höfum við séð hundruða tónlistarmyndbanda sem við hefðum annars ekki gert. Þetta er allt að gerast fyrsta árið af mörgum hjá NMVA, en stefnan er að sjónvarpa þessari hátíð innan nokkurra ára.

Til að skrá tónlistarmyndband á hátíðina – þarf að fara á heimasíðu Nordic Music Video Awards, nmva.tv og þar undir submit. Ef þið hafið frekari spurningar, hafið samband við tengilið okkar á Íslandi, Valdimar Kúld, valdimar@nmva.tv eða alþjóðlegan fjölmiðlatengilið, henrik@nmva.tv.
https://www.facebook.com/nordicmva
https://twitter.com/NMVA2015
http://instagram.com/nordicmva

Comments are closed.