NORDIC MUSIC VIDEO AWARDS

0

10429267_1704953859730448_7412815896069754594_n


Á þessu ári byrjaði ný hátíð sem ber að fagna, hátíð tónlistarmyndbanda fyrir Norðurlöndin eða Nordic Music Video Awards (NMVA). Í ár var hátíðin haldin í Sentrum Scene í Osló, þann 31.maí – kvöld sem var hin besta skemmtun, sýning og verðlaunaafhending þar sem ýmis listamenn leiddu saman hesta sína, s.s. dansarar, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarfólk og plötusnúðar.

Þessu frumkvæði hefur verið tekið vel af tónlistar- og kvikmyndabransanum á Norðurlöndunum, og fengu innsend yfir 500 myndbönd til yfirferðar. Fjölmörg íslensk bönd skráðu sín myndbönd til leiks, s.s. Ólafur Arnalds, Úlfur Úlfur, Ásgeir Trausti, Emmsjé Gauti, Kaleo, Lay Low, Múm, Skálmöld, Bloodgroup, Sigurrós o.fl. Meðal myndbanda sem voru tilnefnd til verðlauna voru Candlestick með Múm í flokki besta klipping, Brennisteinn með Sigurrós í flokki besta eftirvinnslan og Old Skin með Ólafi Arnalds í flokki besta frammistaðan.

 

Hér er lítil klippa af verðlaunahátíðinni árið 2014:

 

Þegar er byrjað að skipuleggja næsta ár. Hátíðin verður haldin næst 23. maí 2015. Opnað var fyrir skráningu 30.október, og verður hægt að senda myndbönd inn til 15.janúar 2015. Það er gert í gegnum heimasíðu hátíðarinnar, nmva.tv undir submit.

„Við viljum vekja athygli á þessari hátíð fyrir íslenska tónlistar- og kvikmyndageirann svo sem flestir fái tækifæri á að senda inn myndbönd. Við viljum öll vekja athygli á bæði íslenskri tónlist og öflugum kvikmyndabransanum sem Ísland er. Þetta er okkar annað ár með NMVA og höfum við þroskast mikið síðan við byrjuðum, sem fólk, skipuleggjendur og fyrirtæki. Við höfum hitt aragrúa af nýju fólki, eignast nýja vini, samstarfsaðila og kynnst nýjum aðilum á sviði tónlistar-og kvikmyndar á Norðurlöndunum. Enn fremur höfum við séð hundruða tónlistarmyndbanda og stefnan er að sjónvarpa þessari hátíð innan 5.ára“ Segir Valdimar Kúld tengiliður fyrir ísland í NMVA.

 

Sigurvegarar árið 2014.

Best Video: Washed Out – All I Know.

Best AD: Cold Mailman – My Recurring Dream – Kaja Raastad.

Best Director: Washed Out – All I Know – Daniel Kragh-Jacobsen.

Best post production: James Blake – Retrograde – John Chads & Cat Scott.

Best edit: Emile Nicolas – Grown Up – André Chocron.

Best cinematography: James Blake – Retrograde – Martijn van Broekhuizen.

Best artist performance: Rosemary – I Know – Caspet Balslev & Lasse Martinussen.

Best actor: Washed Out – All I Know – Masam Holden & Ridge Canipe.

Comments are closed.