NÖKKVI ER Í KLASSÍSKUM ROKKANDA

0

Hljómsveitin Kólumkilli hefur sent frá sér rafræna smáskífu sem ber heitið Nökkvi. Lagið er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, Untergang Blues. Níu lög verða á plötunni, sem mun koma út snemma veturs, og eru flest í klassískum rokkanda eins og Nökkvi ber með sér.

Hljómsveitina skipa Þröstur Árnason, Paul Maguire, Hrannar Ingimarsson og Arnar Hreiðarsson. Lagið má finna á helstu tónlistarveitum eins og YouTube, Spotify, GooglePlay.

Skrifaðu ummæli