NOKKUR AF SJALDGÆFUSTU VÍNUM HEIMS Í BOÐI

0

DILL Restaurant í Reykjavík og kampavínsframleiðandinn heimsþekkti Dom Perignon taka höndum saman með að skapa einstaka kvöldstund þar sem matreiðslumeistarar DILL para sjö rétti við sjö tegundir af kampavíni frá Dom Perignon.

Matreiðslumennirnir á DILL Restaurant Reykjavik þekkja vel mikilvægi næringar og hafa tekið saman höndum til þess að bjóða okkur upp á MATARTÍMA. MATARTÍMI verður haldinn í sjötta skiptið í Reykjavík. Dom Perignon er eitt þekktasta vörumerkið í kampavínum heimsins og verða nokkur af sjaldgæfustu vínum þeirra í boði og aðeins í þetta eina kvöld.

Eingöngu 30 sæti í boði og er verðið 50 þúsund krónur á einstakling. Kl 18:30 hittist hópurinn í fordrykk í hliðarsal KEX Hostel en salurinn heitir Gym&Tonic. Kl 19:00 er ekið frá KEX Hostel á staðinn sem sem viðburðurinn fer fram.

Bókið með að ýta hér á þennan einstaka viðburð.

Matseðillinn:

1. Kræklingur, gúrka og vatnakarsi.

2. Grafin Keila, svartur hvítlaukur og grænkál.

3. Gerjuð rófa, salt fiskur, rúgbrauð.

4. Maltað bygg og þurrkaður fiskur.

5. Grísasíða nípa og rósa vinagretta.

6. Tindur og hunang anno ’15.

7. Mysingur, Rauðbeða og Tarragon.

Skrifaðu ummæli