NOKKRIR AF BESTU HJÓLABRETTAKÖPPUM LANDSINS HERJUÐU Á DANMÖRKU

0

SKATEE DEILZ

Nokkrir af bestu hjólabrettaköppum landsins lögðu fyrir skömmu land undir fót og skelltu sér til Danmerkur. Aðal ástæða ferðarinnar var hjólabrettakeppnin CPH Open en sú keppni er ein sú flottasta í heimi um þessar mundir.

Ólafur Ingi Stefánsson, Siggi Rósant, Daði Snær Haraldsson og Brynjólfur Gunnarsson voru meðal þeirra sem skelltu sér út og var stemmingin vægast sagt stórkostleg.

Daði var einn af þremur sem tók þátt í ofangreindri keppni og lenti hann í áttunda sæti (sem telst afar gott) og var mun ofar en margir af helstu skeiturum Evrópu.

Albumm.is náði tali af Ólafi og Daða og sögðu þeir okkur frá ferðinni, keppninni og hvort Íslendingarnir séu farnir að vekja á sér athygli erlendis svo fátt sé nefnt.

ólafur ingi stefánsson

Ólafur Ingi Stefánsson

Ólafur Ingi Stefánsson:

Hvernig var í Danaveldi og hvað varstu að gera þar?

Það er alltaf jafn heimakært og æðislegt í Köben. Ég var þar í átta daga og þetta var skeitferð í kringum CPH open.

Hver var hápunktur ferðarinnar?

Það er varla hægt að velja hápunkt þar sem hver dagur var hápunktur á nýjum hæðum.

Er einhver munur á að renna sér á Íslandi og í Danmörku?

Það þarf ekki að spurja að þessu það er bara þannig að Ísland er neðst í matarkeðju hjólabrettasenunar…

SKATE CREW

Eru Íslenskir skeitarar farnir að vekja á sér athygli á erlendri grundu?

Lítið sem ekkert því miður. Þó að Siggi Rósant hafi slegið í gegn á ákveðnum tímapunktum úti í Köben. Það er enganvegin nóg til þess að segja að íslenskir skeiterar séu að vekja á sér athygli. En hinsvegar er Ísland sjálft undir radarnum hjá mörgum erlendum skeiterum.

Eru einhverjar fleiri ferðir í undirbúningi?

Já það stendur til að ferðast meira í vetur en það kemur allt í ljós þegar nær dregur.

Eitthvað að lokum?

Það vantar betri hjólabrettaaðstöður.

DADI-dadi_smith-grind

Daði Snær. Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Daði Snær Haraldsson:

Hvernig var stemmingin í Danmörku?

Danmörk var sick eins og alltaf! komið fullt af nýjum næs spottum.

Hvað fóru margir frá Íslandi og var skeitað alla daga?

Við fórum eitthvað um tuttugu manns semsagt mjög stór hópur. Yup alla daga allan daginn maður var orðinn fucked í líkamanum eftir ferðina.

Hver er munurinn á að skeita í Danmörku og á Íslandi?

Munurinn er að það er allt betra í Danmörku spottarnir pörkin og veðrið.

Þú lentir í áttunda sæti, kom það þér á óvart og hvernig tilfinning var það?

já það kom frekar á óvart, náttúrlega open keppni þannig það voru einhverjir atvinnumenn þarna og fullt af öðrum rosalega góðum gaurum, en þetta var gaman sem er aðal atriðið.

Ertu farinn að vekja á þér athygli erlendis?

Get ekki alveg svarað þessu að svo stöddu!

DADI-dadi_bs-flip

Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

DADI-dadi_sw-360

Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

DADI-dadi_180-sw-50-50

Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

DADI-dadi_bs-disaster

Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Comments are closed.