NÍUNDA MYNDBANDIÐ KOMIÐ Í HÖFN

0

crypto-1

Hljómsveitin Cryptochrome er að gera frábæra hluti um þessar mundir en sveitin var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Televised.“ Þetta er níunda myndbandið sem sveitin sendir frá sér á stuttum tíma sem telst afar gott!

crypto-2

Tónlist Cryptochrome minnir mann á köflum á listamenn eins og Dr. Octagon og Bomb The Bass en einnig má heyra áhrif frá breskri 90´s danstónlist! Umrætt lag er tekið af væntanlegri plötu Cryptochrome, More Human en það er Friðrik Guðmundsson sem leikstýrir myndbandinu og gerir hann það listarlega vel.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband, hækkið og njótið!

http://cryptochrome.is/

Comments are closed.