NEW NEIGHBORHOODS FESTIVAL TENGIR SAMAN ÍSLENSKA OG PÓLSKA LISTAMENN

0
pan thorarensen

Pan Thorarensen

New Neighborhoods Festival tengir saman Íslenska og Pólska listamenn og fer fram í fyrsta skiptið í Reykjavík nú um næstkomandi helgi. Um þrem vikum seinna eða 10. September verður hátíðin haldin í Warsaw í Póllandi en það er pólska umboðskrifstofan Chimes Agency sem sér um herlegheitin.

chimes agency

Chimes Agency

Pan Thorarensen er tengiliður Íslands en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist! kappinn kemur fram á hátíðinni undir nafninu Beatmakin Troopa en hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Stereo Hypnosis og er hjartað á bakvið Extreme Chill svo fátt sé nefnt.

hoods

Dagskráin er alls ekki af verri endanum en fram koma:

14:30-15:10 – Beatmakin Troopa

15:30-16:10 – Hatti Vatti

16:40-17:10 – Úlfur Úlfur

17:40-18:10 – The Stubs

18:40-19:10 – Tonik Ensemble

19:50-20.30 – Baasch

New Neighborhoods Festival fer fram á Kex hostel á Menningarnótt og frítt er inn á hátíðina!

http://www.newneighborhoodsfestival.com/

Comments are closed.