NÁTTHRAFNAR STÍGA DJÖFLADANS

0

Ólafur Pálsson og Magnús Einarsson / Nátthrafnar.

Hljómsveitin Nátthtrafnar var að senda frá sér brakandi ferskt lag en það ber heitið „Djöfladans“. Sveitin samanstendur af þeim Ólafi Pálssyni og Magnúsi Einarssyni og er Djöfladans þeirra fyrsta útgefna efni.

Lagið varð til bæði út frá kvikmyndalegum og umhverfislegum áhrifum sem og tónlistarfólki sem sveitin hefur hlustað á í lengri eða skemmri tíma. Skyndiákvarðanir sem leiða til varhugaverðra aðstæðna eru Nátthröfnum hugleikin í lögum þeirra.

Nátthrafnar eru iðnir við tónlistarsköpun og er von á meira efni frá þeim á næstunni. Einnig ætlat sveitin að koma fram á eins mörgum tónleikum og þeir geta, fylgist með gott fólk!

Skrifaðu ummæli