NÁNAST GLEYMT OG GRAFIÐ ÞANGAÐ TIL ÁGÚSTA EVA MUNDI EFTIR ÞVÍ

0

Ljósmynd: Saga Sig.

Dúettinn Sycamore Tree sem er skipaður þeim Ágústu Evu Er­lends­dótt­ur og Gunnari Hilm­ars­syni voru að senda frá sér sitt annað lag „Don´t Let Go“ en þeirra fyrsta lag „My Heart Beats For You“ fékk heldur betur góðar viðtökur!

„Don´t Let Go“ er eitt af fyrstu lögunum sem dúettinn samdi saman og var það nánast gleymt og grafið þar til Ágústa Eva mundi eftir því.  Ágústa Eva og Gunnar eru iðin við tónlistarsköpun þessa dagana en þau vinna nú hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu.

„Okkur hlakkar mikið til að senda fleiri lög frá okkur en við erum að vinna í að gera þá mynd enn heillegri fyrir hlustandann“ – Gunnar Hilmarsson.

Ljósmynd: Saga Sig.

Lagið var útsett af Ómari Guðjóns, Bjarni Frímann Bjarnason spilar á strengi, Eyþór Gunnarsson spilar á hljómborð og Magnús Öder mixaði.

„Magnús Öder nær fullkomlega „soundinu“ sem við viljum ná fram. Lagið er tilfinningaþrungið og fallegt og við áttum satt að segja dásamlegar stundir saman í stúdíóinu og vonum við að það skili sér til hlustandans“ – Gunnar Hilmarsson.

http://www.sycamoretreeband.com

Skrifaðu ummæli