náinn samstarfsaðili Depeche Mode tryllir klakann

0

Matrixxman.

X/OZ slær í heljarinnar veislu á Húrra 18. apríl. Matrixxman er bandarískur plötusnúður og pródúsent sem þarf varla að kynna. Hann hefur spilað á stærstu tónlistarhátíðum heims á borð við Dekmantel og Awakenings og er einnig reglulegur gestur á Beghain. Matrixxman er einnig náinn samstarfsaðili Depeche Mode og er aðal forritari hljómsveitarinnar og tók stóran þátt í framleiðslu nýjustu plötu sveitarinnar. Hann hefur einnig gefið út frábæra plötur þar sem tónlistin nær að vera köld og mekanísk án þess að missa alla hlýju og sál. Útgáfur hans hafa komið út á Dekmantel, Planet Rhythm, og Delft.

Matrixxman kemur til landsins og spilar á Húrra með Exos sem kemur til landsins sérstaklega frá öðru heimili sínu í Kólumbíu. Með þeim koma fram Yagya, sem er að gefa út plötu á X/OZ útgáfunni, og vinur útáfunnar Waage sem kom út með dúndur tekknóplötu 2017 sem trónaði á toppi Juno og var hluti af Best of Techno 2017 lista Juno. Mennirnir fjórir koma fram 18 apríl sem er síðasti dagur haustsins þar sem Sumardagurinn fyrsti skellur á 19. apríl og er þannig opið lengur í bænum. Þú finnur ekki betri leið til þess að bjóða sumarið velkomið en með þessari sannkallaðri tónlistarveislu.

Yagya

Hinn 30. apríl n.k.  verður gefin út Fifth Force platan eftir raftónlistarmanninn Yagya. Yagya hefur gefið frá sér músík síðan 1994 þegar fyrsta platan hans “Hérna” kom út á kasettu hjá íslensku útgáfunni Fire Inc. Síðan þá hefur hann gefið út plöturnar Rhythm of Snow (2002), Will I Dream During the Process? (2006) og Rigning (2009) sem gerði Yagya að stóru nafni í minimal tekknó heiminum. Árið 2014 gaf Yagya út plötuna Sleepygirls hjá cult útgáfunni Delsin Records sem hlaut lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Delsin gaf einnig út næstu plötu Yagya, Stars and Dust árið 2016. Þar þróaði Yagya áfram draumakenndar hljóðmyndir og laufléttar melódíur á píanói.

Nú er árið 2018 og Yagya skiptir um gír með Fifth Force. Þröngskífan inniheldur fimm lög, meðal annars eitt sem heitir „Getting Closer To An Unknown Goal“. Það var gefið út undir heitinu Rhythm of Snow árið 1999. Fifth Force heldur tryggð við hljóðheiminn sem Yagya er hvað þekktastur fyrir en með þessari nýju útgáfu fer hann upp í 140 bpm og má búast við dansvænum lögum í bland við klassíska minimalíska hljóminn.

Exos

Fifth Force er fjórða plata X/OZ útgáfunnar sem stofnuð var af Exos 2017. Fyrsta platan, Invisible Limits I, innheldur lög eftir Exos, Bjarka, Ruxpin og föður Exos, Octal. Næst kom út plata sem var samvinnuverkefni Exos og Ohm, Fróðari, og  30. mars kemur út plata eftir rússnenska undradrenginn Nikita Zablelin sem hefur verið lokaður í pressunni. X/OZ er íslensk útgáfa og hefur það markmið að kynna góða raftónlist, íslenska í bland við erlenda, fyrir vaxandi hóp raftónlistarunnenda um allan heim.

Xozmusic.com

Skrifaðu ummæli