NAGLALAKK OG HUNDUR Á BAÐHERBERGINU – ÁRNI VIL MEÐ NÝTT LAG

0

Tónlistarmaðurinn Árni Vil var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Stay The Same.” Það kannast eflaust margir við Árna úr hljómsveitinni Fm Belfast en umtalað lag er það fyrsta sem hann sendir frá sér af komandi plötu.

„Stay The Same” er stórgott og einstaklega ljúft og á klárlega eftir að fljóta vel í eyru hlustandans! Fjölmargir komu að laginu og myndbandinu og má þar t.d nefna: Thoracius Appotite sem spilar á bassa og xylofone ásamt því að taka lagið upp, Örn Eldjárn spilar á Slide, Björn Stefánsson spilar á trommur og  Sóley Tómasdóttir  ljáir laginu rödd sína. Tatjana Dís og Guðlaugur Halldór Einarsson sá um gerð myndbandsins og Aldís Schram fer með leiksigur!

Skrifaðu ummæli