Nafnið er sótt í viðtal sem tekið var á dánarbeðinu

0

The Evening Guests er Bandarísk hljómsveit sem býr og starfar í Los Angeles. Höfuðpaur sveitarinnar er söngvarinn og lagasmiðurinn Jökull Ernir Jónsson. Sveitin var skýrð í höfuðið á útvarpsþættinum „Kvöldgestir Jónasar” sem afi Jökuls, Jónas Jónasson, stýrði í 3 áratugi.

Sveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu sem hlaut nafnið, Summerland. Platan er safn af lögum sem Jökull hefur samið á dvöl sinni í Los Angeles, en þar hefur hann búið og starfað síðustu ár. Nafnið er sótt í viðtal sem tekið var við Jónas á dánarbeðinu, þar sem hann talar um útópíu sem bíður fyrir  handan, sem hann kallaði „Sumarlandið”. Viðfangsefni textanna eru meðal annars dauðinn, hrunið, þunglyndi og fíkn, en eru spiluð á hressilegan og aðgengilegan máta. Það var hugmynd Jökuls, til það að sýna að ekki er allt sem sýnist.

Síðan platan kom út hefur sveitin verið á fullu að spila í Kaliforníu, en nú er Jökull kominn til Íslands, ásamt gítarleikara sveitarinnar Alec De Kervor, til að halda útgáfutónleika á Gauknum í kvöld fimmtudaginn 6. Desember. Með þeim verða Sigfús Óttarson á trommur, Baldur Kristjánsson á bassa, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og Ásgeir Örn Sigurpálsson á hljómborð.

Summerland eftir The Evening Guests er fáanleg á Spotify, Google Play, iTunes og Youtube.

Theeveningguests.com

Instagram

Skrifaðu ummæli