Myndefni frá tíunda áratugnum – fer mikið fyrir tveim föllnum meisturum

0

Leðjugrugg sveitin Horrible Youth var að senda frá sér sína aðra smáskífu. Lagið ber heitið „Monkeys“ og er tekið af fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar sem ber nafnið Wounds Bleed og kemur út þann 15.september næstkomandi.

Myndbandið við lagið er nokkuð sérstakt en þar er notast við hjólabretta myndefni sem trommuleikari sveitarinnar, Frosti Gringo, skaut á tíunda áratugnum en frá þeim tíma sækir sveitin að mestu sinn innblástur. Í myndbandinu fer mikið fyrir tveim föllnum meisturum þeim Arnari kenndur við Slark og Lofti Gunnarsyni, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa dáið langt fyrir aldur fram og settu báðir sitt mark á menningar landslag íslands. Að auki voru þeir kumpánar miklir eðal menn og í miklum metum hjá meðlimum Hottible Youth.

„Staðreynd málsins er sú að við búum í sitthvoru landinu, ég í Noregi og strákarnir á Íslandi“ útskýrir Ágúst, gítarleikari og söngvari sveitarinnar „og því er erfiðara fyrir okkur að taka upp hefðbundið tónlistarmyndband. Þá fær Frosti að leika sér og heiðra fallna félaga“ bætir hann við að lokum.

Skrifaðu ummæli