Myndefni frá áttunda áratugnum í bland við Svanadrenginn

0

Teitur Magnússon var að senda frá sér myndband við lagið „Kollgátan” en það er tekið af nýjustu plötu Teits Magnússonar, Orna. Textinn er eftir Skarphéðinn Bergþóruson en höfundur myndbandsins er Haukur Valdimar Pálsson. Hann klipti saman 8 mm myndefni frá 8. áratugnum, skotið af föður hans, Páli Arnóri Pálssyni. Inn í það blandast myndbrot úr verki eftir Eirúnu Sigurðardóttur um Svanadrenginn frá 10. áratugnum.

Orna hefur verið að fá glimrandi viðtökur enda einkar frábær plata sem vert er að hlýða á. Myndbandið er algert konfekt fyrir augun sem smell passar laginu. Teitur heldur tónleika ásamt bagdad brothers í Iðnó 27. desember, Þriðja í jólum. Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli